Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2015 | 10:00

LPGA: 3 efstar e. 1. dag í Texas

Það eru 3 kylfingar sem eru efstar og jafnar á Volonteers of America Texas Shootout Presented by JTBC.

Þetta eru þær Cristie Kerr, Juli Inkster og Sydnee Michaels

Þær léku allar á 5 undir pari, 66 höggum.

Aðeins 1 höggi á eftir eru 10 kylfingar, sem allir léku á 4 undir pari 67 höggum, en þ.á.m. eru þær Sandra Gal og Lexi Thompson.

Hætt er við að jarðskjálfta fórnarlömbin í Nepal hljóti ekki mikinn fjárstuðning í nr. 1 á heimslistanum Lydíu Ko, en hún var búin að heita því sem hún ynni sér inn á mótinu til þeirra.

Hún er í 117. sæti á 4 yfir pari, 75 höggum heilum 9 höggum á eftir forystukonunum þremur. Hvað gerðist eiginlega?  Hún verður að gera annað tveggja annað hvort að fara að spila eins og hún á að sér eða reiða fram úr eigin vasa styrk til fólksins í Nepal!!!

Til þess að sjá stöðuna á Volonteers of America Texas Shootout Presented by JTBC SMELLIÐ HÉR: