Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2015 | 08:00

Lowry tapaði í veðmáli við Harrington

Írarnir Shane Lowry og Pádraig Harrington veðjuðu um hvor væru betri í Pro-Am hluta  the Arnold Palmer Bay Hill Invitational sem lauk í gær í  Orlando, Flórída, en mótið stóð dagana 19.-22. mars 2015.

Það var Harrington sem hafði betur í veðmálinu.

Og það var ekki sökum að spyrja, farið var með úrslitin í veðmálinu beint á félagsmiðlana.

Þar birti Harrington glaðhlakkalega meðfylgjandi mynd af þeim Lowry og tvítaði auk þess: „ „Dinner on Shane! Young lads just never learn.“

(Lausleg þýðing: Shane borgar kvöldmatinn! Ungir strákar bara læra aldrei!!!“

Báðir eru þeir Lowry og Harrington að nota Bay Hill Invitational sem hluta af undirbúningi þeirra fyrir Masters risamótið sem fram fer í næsta mánuði.