Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2019 | 23:30

Lowry: „Fólk kallar mig amk ekki Beef eða J.B. Holmes lengur“

Shane Lowry sigraði á Opna breska 2019.

Það breytir lífi kylfinga; þeir fá m.a. athygli sigurvegarans, upphefðina að hafa sigrað á risamóti, há sigurlaun og tryggðan rétt að spila á stærstu mótaröðunum.

Í blaðamannafundi fyrir Northern Trust mótið, sem er mót vikunnar á PGA mótaröðinni sagði Shane Lowry eftirfarandi um sigur sinn á Opna breska:

Já, sigurinn breytti lífi mínu að einhverju leyti. Ég er betur þekktur; þegar ég keppi í Bandaríkjunum finnst mér það þægilegra. Svona líður mér. Fólk kallar mig amk ekki Beef eða J.B. Holmes lengur!

Svar Lowry skemmti blaðamönnum og öðrum golfpennum.