Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2018 | 06:00

Love feðgar sigruðu á PNC Father&Son mótinu

Davis Love III og Dru Love luku keppni á 16 undir pari, 56 höggum í PNC Father&Son mótinu, sl. sunnudag og settu 3 ný mótsmet.

Love-feðgar voru á 27 fyrri 9 á golfvelli The Rits-Carlton golfklúbbsins og náðu forystu með fugi á 11. holu og kláruðu hringinn síðan með 4 fuglum og 1 erni til viðbótar. Skorið upp á 56 bætti mótsmetið um lægsta skor um 1 högg en fyrra met áttu Raymond Floyd og sonur hans 1995 og síðan Bob Charles og sonur hans 1998.

John og Little John Daly voru á 62 og urðu T-2 ásamt þeim Retief og Leo Goosen og þeim Stewart og Connor Cink.

Samtals var Love-liðið á 26 undir pari, 118 höggum og settu nýtt mótsmet fyrir heildarskor, þ.e. bættu það um 1 högg.

PNC Father&Son mótið er 36 holu mót með Scramble keppnisfyrirkomulagi.