Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 21:30

Lottó myndbandið: „Ég lif´í draumi“

Íslensk Getspá hefur frá upphafi stutt dyggilega við íþróttahreyfinguna og öryrkja með sölu á LOTTÓ. Stuðningur þessi er afar mikilvægur enda skiptir hann íþróttahreyfinguna miklu máli og rennir stoðum undir rekstur hennar. Til að vekja athygli á málstaðnum þá hefur verið gert myndband með laginu „Ég lifi í draumi“ en textanum hefur þó verið breytt.  Það er draumur íþróttamanna að ná árangri sinni grein og getur stuðningur þessi klárlega gert drauminn að veruleika.

Sjá má marga af okkar bestu íþróttamönnum í nýju hlutverki m.a leikur Íslandsmeisarinn í golfi Birgir Leifur Hafþórsson á fiðlu, Kolbeinn Sigþórsson sýnir ótúlega takta með rafmagnsgítarinn, Sara Björk Gunnarsdóttir leikur á hljómborð, landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson syngur bakraddir og svo mætti lengi telja.

Hugmyndin að gerð myndbandsins kviknaði í kjölfar nýjustu auglýsingaherferðar Lottó um stuðningsmanninn Leif Ottó sem mætir reglulega á íþróttakappleiki til að styðja sitt fólk.

Ég lifi í draumi hefur slegið í gegn í nýju Lottó auglýsingunum.

Hér er myndband við nýju útgáfuna af þessu vinsæla lagi með kylfingnum Eyjólfi Kristjánssyni og sannkölluðu landsliði tónlistarfólks, þar sem leikgleðin er í fyrirrúmi! – Til að sjá SMELLIÐ HÉR: 

Hér má  einnig skyggnast á bak við tjöldin við gerð myndbandsins – Sjá með því að SMELLA HÉR:

Heimild: golf.is