
Lorena léttari – Pedro Conesa leit dagsins ljós
Lorena Ochoa bætti við enn öðrum verðlaunum við safnið sitt heima og þessi eru dýrmætari en öll hin til samans. Lorena tilkynnti í gær að hún hefði fætt frumburðinn, strák sem hlotið hefir nafnið Pedro.
„Við erum ánægð að geta tilkynnt að sonur okkar Pedro fæddist í dag (í gær) kl. 8:58 og okkur líðum báðum vel. Pedro er 2,8 kg og 48 cm langur, þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn,“ skrifaði Lorena á Twitter.
Lorena Ochoa er 30 ára og var nr. 1 í kvennagolfinu frá árinu 2007, þar til hún tilkynnti í maí í fyrra að hún hyggðist draga sig í hlé eftir 27 sigra á LPGA, þar af 2 risamótstitla. Hún giftist Andres Conesa, fyrir 2 árum og hjónin tilkynntu í apríl á þessu ári að Lorena væri ófrísk. Conesa er forstjóri mexíkanska flugfélagsins Aeromexico.
Það er ekki lengra síðan en í síðasta mánuði að Lorena var miðpunktur, sem gestgjafi Lorena Ochoa Invitational í heimabæ sínum Guadalajara í Mexíkó, en mótið er hluti af LPGA mótaröðinni. Hins skoska Catriona Matthew sigraði með 4 höggum.
Í tilefni af fæðingu Pedro mun Golf 1 birta greinaröð hér á næstu dögum þar sem ýmsir golffréttamenn rifja upp skemmtilegar endurminningar sínar frá því þegar Lorena Ochoa var á kafi í keppnisgolfinu, en hún er elskuð af þeim sem og fjölda mörgum aðdáendum sínum og fyrrum félögum á LPGA.
Heimild: Golf Channel
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster