Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2016 | 17:15

Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía fór út kl. 14:31 í lokahringinn og er á -1 í hálfleik og 2. sæti!!!

Lokaúrtökumót LPGA á LPGA International vellinum á Daytona Beach er nú hálfnað og Ólafía Þórunn að standa sig með eindæmum vel!!!

Hún er á 1 undir pari í hálfleik á 5. hring og nú á bara eftir að spila 9 holur.

Efstu 20 þátttakendur í lokaúrtökumótinu hljóta kortið sitt á LPGA mótaröðina þ.e.1  árs fullan keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims og þar með einnig þá mótaröð þar sem verðlaunafé kvenkylfinga er hæst – þetta er það lengsta sem kvenkylfingar geta náð í íþróttinni og Ólafía Þórunn er við það að verða fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem er að takast það!

Ólafía byrjaði fyrri 9 á parinu á 1. braut Hills-vallarins, sem er par-4.  Henni tókst síðan að ná glæsifugli á par-5 2. holu vallarins og var á parinu á 3. holu.

Síðan kom slæmur skrambi á par-4 4. braut, þar sem Ólafía var eiginlega að pútta fyrir fugli en púttið vildi ekki detta …. og ótrúlega stressandi að fylgjast með henni fá skolla svona snemma á hringnum.

Ólafía var þó ekkert nema í jafnvægi því næstu 3 holur setti hún niður pör og var á parinu á 7. braut.

Svo kom hún á par-5 8. brautina og enn annar glæsifuglinn leit dagsins ljós … og það besta: hún var á 8. braut ein í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir forystukonunni, sem er með henni í ráshóp Jay Marie Green, sem áður hefir sigrað lokaúrtökumót LPGA 2013.

Á 9. braut fékk Ólafía par og er því á 1 undir pari og í 2. sætinu eftir 9 spilaðar holur á lokaúrtökumótinu ….  og kortið góða og innskrifelsið í golfsögubókina íslensku blasir við, því Ólafíu er að takast það sem engum öðrum kvenkylfingi hefir áður tekist en það er að öðlast sæti á sterkust kvenmótaröð HEIMS!!! Hins vegar er nú eftir að spila seinni 9.

Fylgjast má með gengi Ólafíu á Twittersíðu Golfsambands Íslands með því að SMELLA HÉR:

Fylgjast má með á skortöflu LPGA með því að SMELLA HÉR: 

Þess mætti geta að þær 3 sem nú eru í 20. sæti eru á 3 undir pari, þannig að Ólafía mætti missa 11 högg á seinni 9 til þess að spila um sæti á LPGA  …. en það gerist nú vonandi ekki – ekkert útlit fyrir það á þessari stundu – Allt lítur vel út!!!