Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 18:15

Lögreglan í eltingarleik við 2 bíla um golfvelli í Kaliforníu

Ekki einn heldur tveir eltingarleikir áttu sér stað hjá lögreglunni í Kaliforníu s.l. þriðjudag (11. nóvember) og hvorugur þeirra fór vel fyrir þá sem lögreglan elti.

Þeim fyrri lauk á Tahquitz Creek golfvellinum í Palm Springs þar sem par var handtekið grunað …. og það er lykilorð hér grunað um mótþróa við lögreglu eftir að hafa keyrt um að stolnum bíl sem lauk ferð sinni í einni af vatnshindrunum golfvallarins.

Sjá má fréttaflutning sjónvarpsstöðvarinnar KESQ af fyrri lögreglueltingarleiknum, sem hér er til umfjöllunar, með því að  SMELLA HÉR:

Enginn særðist í eltingarleiknum.

Seinni eltingarleikurinn átti sér stað á Corona Eagle Glen golfvellinum, þar sem mini-bus keyrði um sneisafullan golfvöllinn. Ökumaður var grunaður um að svíkja út vörur í húsgagnaverslun þar rétt hjá.  Lögreglan elti hann og ekki fór vel hér – byssur voru dregnar upp og ökumaðurinn skotinn af  fulltrúum L.A. County Sheriff.

Til þess að sjá myndskeið af seinni lögreglueltingarleiknum á golfvelli í Kaliforníu SMELLIÐ HÉR: