Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 22:15

Lögmenn sigruðu lækna 7-3!!!

Í dag fór fram hið árlega lækna-lögmanna mót á Urriðavelli í rjómablíðu.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má úrslitafrétt Golf 1 um lækna-lögmanna mótið frá því í fyrra (2013) með því að SMELLA HÉR: 

Í dag kepptu alls  19 lögmenn við 19 lækna í 2 manna liðum, alls 10 ráshópum í betri bolta;  tveir ráshóparnir þannig, að annars vegar keppti 1 læknir við tvo lögfræðinga og hins vegar 1 lögfræðingur við 2 lækna.

Til að gera langa sögu stutta unnu lögmenn yfirburðasigur 7-3 enda áttu þeir harma að hefna frá því í fyrra, þegar læknar hlutu forláta farandbikar til eignar.

Þeir sem héldu uppi heiðri lækna voru þeir Snorri Einarsson og Birkir Sveinsson, sem unnu sína viðureign; Fritz Berndsson og Reynir Þorsteinsson unnu andstæðinga sína og Hrafnkell Óskarsson og Einar Oddsson unnu sinn leik.

Jafnt var í mörgum leikjum og vannst t.a.m. leikur þar sem Guðmundur Arason, læknir var einn að kljást einn við 2 lögfræðinga ekki fyrr en á 18. flöt, þegar forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, lögmaður, náði að setja niður 10 metra pútt.

Miklum vonbrigðum sagði forsetinn olli að enginn kvenkylfingur úr lögmannstétt hafi tekið þátt í mótinu en þar stóðu læknar sig betur, með Þórdísi Jónu Hrafnkelsdóttur  lækni, í liði, en hún var eini kvenkylfingurinn í þessu 40 manna móti!

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, læknir, var eini kvenkylfingurinn í lækna-lögmanna mótinu 2014!

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, læknir, var eini kvenkylfingurinn í lækna-lögmanna mótinu 2014!