Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 2. 2023 | 23:45

LIV: Talor Gooch m/ 3. sigur sinn á LIV mótaröðini

LIV golfmótaröðin hélt enn eitt mót dagana 30. júní – 2. júlí 2023, nú á Valderrama golfvellinum í Andaluciu, Spáni og lauk mótinu nú fyrr í dag.

Sigurvegari á mótinu í Andaluciu var Talor Gooch en hann er nú búinn að hljóta tékka upp á $ 4 milljónir, 3 sinnum nú í ár á LIV mótaröðinni!

Sigurskor Gooch var samtals 12 undir pari á eftir 3 keppnishringi. Hann átti 1 högg á Bryson DeChambeau sem varð í 2. sæti.

Sjá má lokastöðuna á LIV Andalucia með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót á LIV golfmótaröðinni fer fram dagana 7.-9. júlí á Centurion golfvellinum í Hertfordshire, Englandi.