Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2022 | 10:00

LIV: Graeme McDowell sér eftir að hafa varið ákvörðun sína að ganga til liðs við LIV

Írski kylfingurinn Graeme McDowell hefur opinberað eftirsjá sína á því að hafa varið opinberlega ákvörðun sína um að hætta á PGA mótaröðinni og ganga til liðs við hina umdeildu sádí-arabísku LIV ofurgolfmótaröð, vegna  mikillar reiði almennings á ummælum hans, sem aðallega hafa birtst á samfélagssmiðlum.

Fyrrum sigurvegari Opna bandaríska 2010 (McDowell) er nú á Adare Manor og keppir í JP McManus Pro-Am, þar sem hann sagði við BBC NI: „Ég verð stöðugt fyrir árás á siðferðileg heilindi mín, þegar í loks dags, allt sem ég er að reyna að gera, er að spila golf. Ég tók viðskiptaákvörðun fyrir mig og fjölskyldu mína. Og viti menn, ég hef borgað gjöldin mín í þessum leik á síðustu 20 árum, ég hef reynt að bera mig rétt að.“

Þau veiku tengsl við það sem sádi-arabíska stjórnin hefur gert, hræðilegu hlutina sem þeir hafa gert, þeir eru að reyna að tengja þetta við golf og að spila atvinnugolf. Það er mjög erfitt þegar þú ert í aðstæðum þar sem þú ert bókstaflega spurður spurninga, sem engin rétt svör eru við og þú ert bara rifinn í sundur fyrir það.

McDowell var einn þeirra kylfinga, sem hafði sig mest frammi í að verja veru sína á LIV fyrir frumraun sína á LIV í Centurion Club, í London.  Þar  lýsti hann morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem „ámælisverðu“ og staðhæfði að kylfingar væru „ekki stjórnmálamenn“ og sagðist vera „stoltur“ af að hjálpa Sádi-Arabíu „á leiðinni“ til að „komast þangað sem þeir vilja vera“. (Það síðastnefnda hefir eflaust mest stuðað almenning). Síðar lýsti hann gagnrýninni á sádí-arabísku ofurgolfmótaröðina, sem „rógsherferð“.

Ég vakna ekki stoltur af sjálfum mér á hverjum degi,“ sagði McDowell. „En, vitið þið, ég get ekki kveikt á Instagram eða Twitter reikningnum mínum án þess að einhver segi mér að detta niður dauður. Þetta hafa virkilega verið erfiðir tveir mánuðir. En á móti bjóst ég við þessu, ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu, ég áttaði mig bara ekki á því af hversu miklum þunga hamrað yrðu á þessu, þegar ég var að reyna að svara spurningum sem eru ósvaranlegar.“

„Þetta eru líklega einu mistökin, sem ég gerði í London fyrir fyrsta mótið, þegar ég var á blaðamannafundinum mínum – ég vildi bara að ég hefði ekkert sagt. Ég vildi bara að ég hefði bara setið þarna og bara hrist hausinn og sagt „no comment“. En það er ekki sá sem ég er. Ég reyni alltaf að vera sannur og reyni að svara spurningum. En í þetta sinn hefði ég ekki átt að segja neitt.“

Ég hef spilað golf um allan heim og í löndum, hvers frammistaða í mannréttindamálum mætti líklega líka tæta í sig. Ég hef aldrei verið með einhvern móral að spila í Kína eða spila í Miðausturlöndum eða víðsvegar um heiminn.

McDowell bætti við: „Það sem ég geri er að spila atvinnugolf, ég spila golf fyrir peninga. Ég hef elt þessa peninga um allan heim, allan minn feril. Ég er 43 ára í næsta mánuði og vitið þið, LIV Golf tækifærið var ótrúlega ábatasamt. Rannsaka ég siðferði hvers dollars sem ég hef unnið mér inn? Nei, ég geri það ekki.“

Og, því miður, vegna samkeppnisógnarinnar þá er LIV mótaröðin,borin saman við aðrar mótaraðarir í heiminum og hefir neikvæðnin beinst mjög henni og það er mjög sárt að sjá ráðist á nafn mitt eins og hefur verið gert.“ og enn og aftur endurtók McDowell að sagði gagnrýnin á LIV Golf væri  „rógsherferð.“

Næsta mót LIV Golf Series er í lok þessa mánaðar á Trump vellinum í Bedminster, New Jersey 29.-31. júlí 2022.