Lítur ekki út fyrir að íslensku stúlkurnar nái niðurskurði í Marokkó
Staðan er orðin heldur erfið fyrir þær Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL á Samanah Al Maaden golfvöllunum í Marokkó, en þar eru þær meðal 133 keppanda sem keppa um eitt af efstu 30 sætunum, sem veita kortið á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour).
Leiknir eru 4 hringir og þá er skorið niður og aðeins 60 halda áfram og efstu 30 af þessum 60 hljóta fullan keppnisrétt á LET eftir 90 holu leik.
Ólafía Þórunn lék í gær á 5 yfir pari, 77 höggum, sem er heldur mikið og er hún komin 3 högg undir niðurskurðarlínuna eins og hún lítur út núna. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 224 höggum (73 74 77). Hún er sem stendur í 77. sæti
Valdís Þóra Jónsdóttir er búin að leika alla 3 keppnishringina á 76 höggum þ.e. samtals 228 höggum (76 76 76) og er í 101. sæti.
Fjórði hringurinn er þegar hafinn og byrjar Ólafía fremur illa er komin á 3 yfir par, eftir 3 holur í dag. Valdís hefur ekki hafið leik.
En sem stendur lítur þetta, því miður, alls ekki nógu vel út fyrir þær Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru.
Fylgjast má með gengi þeirra með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
