Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2015 | 11:00

Litli strákurinn þeirra DJ og Paulinu Gretzky heitir Tatum

Litli strákurinn sem Paulina Gretzky fæddi 19. janúar 2015 hefir verið skírður og heitir Tatum Johnson.

Þetta er fyrsta barn þeirra Paulinu og Dustin Johnson.

E.t.v. gott að leggja þetta nafn á minnið því það gæti verið nafn á næstu stórstjörnu framtíðarinnar í ísknattleik eða golfi, en afi stráksa Wayne Gretzky er hálfguð í Kanada í ísknattsheiminum.

Eftir að DJ sigraði á Cadillac heimsmótinu s.l. helgi klæddi Paulina frumburðinn í viðeigandi bol en á honum stendur: „My daddy golfs better than your daddy“  (lausleg þýðing: pabbi minn spilar betur golf en pabbi þinn!!!)

Hér má síðan sjá mynd af DJ með stráknum sínum:

DJ og Tatum

DJ og Tatum