Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2016 | 06:30

Lítil umferð um Ólympíugolfvöllinn í Ríó

Aðeins 3 mánuðum eftir Ólympíuleikana í Ríó er undarlega hljótt á hinum umdeilda golfvelli leikanna, aðeins fuglasöngur heyrist, minna er af fljúgandi golfboltum.

Ólympíulinksarinn sem var byggður fyrir 2016 leikana í vestur Ríó rétt hjá ströndunum frægu var ætlaður að vekja áhuga Brasilíumanna á golfíþróttinni og koma borginni á golfkortið.

Bygging vallarins kostaði $19 milljónir bandaríkjadala og var hannaður af bandaríska golfvallarhönnuðnum Gil Hanse og virðist nú ætla að verða risastór hvítur fíll.

Deila um launagreiðslur gæti einnig leitt til þess að vallarstarfsmenn hættu störfum og þá er orðið ansi tvísýnt um að völlurinn haldi velli.

Þegar fulltrúar bandarísku fréttastofunnar AFP voru á ferð í sl. viku voru 3 að slá bolta á æfingasvæðinu. Aðalvöllurinn var lokaður vegna viðgerða, en aðeins örfáir fá að spila á honum jafnvel þegar hann er opinn sögðu starfsmenn.

Klúbbhúsið var næstum tómt og ekki innréttað. Í kaffistofunni engir stólar og aðeins 1 þjónn og 2. maður sem átti að innheimta vallargjöld starði tómum augum upp í loftið, meðan beðið var eftir kylfingum.

Ja hérna hér. Þvílíkt ástand!

Völlur, þar sem einungis fáum vikum áður spiluðu á sumir af bestu kylfingum heims er ekki með neitt pro-shop, hvað þá atvinnukylfing. Það er enginn internetaðgangur. Jafnvel að finna leiðina út á völl er erfitt; það eru engar merkingar.

En það eru aðrir sem eru ánægðir með gang mála. Fuglar og fiðrildi eru í röffinu og capybara, nagdýr á stærð við hund óð gengum eina vatnshindrunina. Sjá fyrri grein Golf 1 um capybara með því að SMELLA HÉR: 

Í vatnshindrununum eru krókódílar líka búnir að hreiðra um sig – af hverju ætti líka að láta svona fína tjörn ónotaða?

Vallargjöldin eru allt of há fyrir Meðal-Brasilíubúa $74-82 þ.e. u.þ.b. 10.000 ísl kr.

Því miður, það virðist allt stefna á eina leið að völlurinn muni loka.