Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 11:30

Lindsey Vonn snýr aftur til keppni

Lindsey Vonn, kærasta Tiger Woods, snýr aftur til æfinga með bandaríska skíðalandsliðinu í Ölpunum nú á næstunni.

Í meðfylgjandi myndskeiði segir hún frá því hvað hafi haldið henni við efnið meðan hún var meidd.  Sjá myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: 

Góðu fréttirnar eru að nú fer líka að styttast í að Tiger fari að keppa aftur en hann snýr aftur í keppnisgolfið í næsta mánuði.

Það verður í Hero World Challenge mótinu, þar sem Tiger verður gestgjafi og fram fer 4.-9. desember í Orlando, Florída.

Spennandi að sjá hvort Tiger er búinn að fá sig góðan eftir bakaðgerðina og hvort hann sé búinn að ráð sér nýjan sveifluþjálfara!