Lindsey Vonn og Tiger Woods meðan allt lék í lyndi og þau voru ástfangin upp yfir haus
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 20:45

Lindsey Vonn: „Að byrja með Tiger var ekki skynsamlegt“

Í löngu viðtali í New York Times, segir Ólympíuskíðadrottningin Lindsey Vonn að hún hafi mikið verið að flýta sér í samband við Tiger og kallaði samband þeirra „reynslu sem læra yrði af“ en tókst þó nokkurn veginn að vera jákvæð um samband og tíma þeirra saman.

Vonn og Woods voru saman í meira en 2 ár, frá mars 2013 til maí 2015 þegar þau tilkynntu um sambandsslit sín og að um sameiginlega ákvörðun þeirra hefði verið að ræða.

Margir voru þó að spekúlera í því hvort Tiger væri aftur dottinn í framhjáhaldsáráttu sína.

Í viðtalinu við NYT sagði Vonn m.a.: „Thomas var virkilega fyrsti kærastinn minn, þannig að ég var ekki með mikla reynslu.“ Thomas Vonn varð síðan eiginmaður hennar en hún giftist honum 2007, þá 22 ára og skildi við hann 6 árum síðar 2013.  „Þannig að það að stökkva inn í nýtt samband eftir skilnaðinn var líklega ekki skynsamlegt af minni hálfu.“

Ég sé ekki eftir neinu. Ég elskaði Tiger og átti ótrúleg 3 ár með honum.  Þetta var reynsla sem læra verður af líka. Í hverju sambandi lærir maður hvers maður þarfnast og hvað maður vill í félaga sínum.“

Þannig að hvað með næsta mann? Vonn, sem nú er 31 árs segir að hún sé einhleyp og ætli að vera það áfram og ætli að fresta öllum samböndum um óákveðin tíma.

Ég á engan kærasta og maður þarfnast eins þannig til að stofna fjölskyldu,“ sagði hún í viðtalinu við NYT. „Ég vil virkilega eignast fjölskyldu; ég kem úr stórri fjölskyldu.  En ég ætla ekki að þvinga neitt fram. Ég hef mjög þröngan glugga til að ná skíða draumum mínum þannig að ég vil ekki missa af þeim.“