Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 5. 2015 | 13:00

Lindsey útnefnd heiðurssendiherra Olympíuleikanna 2018

Lífið heldur áfram hjá Lindsey Vonn þrátt fyrir sambandsslitin við Tiger.

Degi eftir að þau Tiger tilkynntu um það á félagsmiðlunum að þau væru hætt saman þá birtist frétt þess efnis að alþjóða Ólympíunefndin hafi útnefnt Lindsey heiðurssendiherra (ens. honorary ambassador) á vetrarólympíuleikana 2018.

Þeir fara fram í Pyeongchang, Suður-Kóreu.

Þessi staða hennar mun verða staðfest á morgun, miðvikudaginn 6. maí 2015 skv. frétt í insidethegames.biz reports.

Það voru Vonn mikil vonbrigði að missa af 2014 leikunum í Sochi vegna hnémeiðsla en hún hefir náð sér á strik á þessu keppnistímabili með því að næla sér í 63. titil sinn á heimsmóti.

Eftir sambandsslitin við Tiger getur hún og reyndar þau bæði einbeitt sér mun betur að framaferlum sínum, hvort í sinni íþróttinni; Lindsey á skíðum – Tiger, golfinu.