Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2015 | 13:00

Lindsey þakkar Tiger að hún hafi náð sér eftir skíðameiðslin

Í nýlegu viðtali endurtók Lindsey Vonn, 30 ára, kærasta Tiger Woods, að Tiger hefði hjálpað sér í endurhæfingunni eftir skíðaslysið sem hún lenti í, í Schladmig í Austurríki, en Tiger sendi sem kunnugt er einkaþotu sína eftir henni til að fljúga aftur með hana til sín í Flórída.

Þar hefir Lindsey verið að ná sér og sneri aftur til keppni fyrir jól og vann einn heimsmeistaratitil í bruni.

Í viðtali E! Online við Lindsey kom m.a. fram  að áður en hún fór að vera með Tiger hefði hún ekki verið vön að vera í kastljósi fjölmiðla en eftir að þau byrjuðu saman hafi hún bara þurft að venjast því öllu.

Lindsey sagði að henni væri nákvæmlega sama hvað allir teldu um samband þeirra, meðan að þau væru hamingjusöm því það væri það sem skipti mestu.

Hún upplýsti líka að „eitt hefði leitt af öðru“ en þau hefðu fyrst bara verið vinir í langan tíma, en nú væru þau búin að vera saman frá 2013.