Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 4. 2015 | 08:00

Lindsey styður Tiger

Lindsey Vonn hefir enn trú á fyrrum kærasta sínum Tiger Woods.

Meðan Tiger reynir að komast aftur í fyrra golfform sitt, þá hafa margir velt fyrir sér hvort fyrrum nr. 1 á heimslistanum (Tiger) muni nokkru sinni takast að vinna annað mót til viðbótar þeim fjölda sem hann hefir þegar sigrað í.

Það hefir verið eyðimerkurganga sigurlega séð fyrir Tiger frá því hann vann mót síðast 2013 – og á þeim tíma hefir hann verið þjakaður og meiddur m.a. í baki.

Hann hefir varla verið meðal topp-10 í þeim síðustu mótum sem hann hefir tekið þátt í.

Það sem er enn verra er að hann sem lengi hefir reynt að slá við risamótameti Jack Nicklaus hefir ekki komist í gegnum niðurskurð í þremur síðustu risamótum sem hann hefir tekið þátt í.

En nú er Vonn stigin fram á sjónarsviðið.

Aðspurð á Twitter hvort hún hefði trú á að sinn fyrrverandi myndi sigra í öðru móti þá var hún fljót að svar: „Já, það mun hann gera.“

Trygg!

Tiger varð í 18. sæti s.l. helgi á Quicken Loans National og það hefir hleypt lífi í fyrrum stuðningshópa hans; en svo virðist sem líkami og hugur hans hafi verið úr sínki í lengri tíma.