Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2016 | 18:00

Lindsey sagði í þætti að hún væri afhuga því að giftast eftir sambandið m/Tiger

Að vera í sambandi með þekktum kvennabósa er nóg til þess að fá hvaða konu sem er til að efast um gildi giftingar.

Og  Lindsey Vonn sem fram kom í survival raunveruleika þættinum Running Wild með Bear Grylls s.l. mánudag viðurkenndi þar að samband hennar við Tiger hefði gert hana afhuga því að gifta sig.

Lindsey Vonn og Tiger Woods meðan allt lék í lyndi og þau voru ástfangin upp yfir haus

Lindsey Vonn og Tiger Woods meðan allt lék í lyndi og þau voru ástfangin upp yfir haus

Reynslan af því að vera í lífshættulegum aðstæðum ásamt hinum þekkta þjálfa Bear Grylls virðist hafa losað um málbeinið hjá Lindsey og hún sagði Grylls ýmislegt um hvernig sambönd hennar hefðu minnkað vonir hennar um að finna hina einu sönnu ást.

Hafi maður verið brenndur einu sinni forðast maður eldinn og Lindsey hefir brennt sig tvívegis á samböndum sínum – hún sagði Grylls m.a. að hún myndi líklegast aldrei gifta sig.

Hin 31 ára Lindsey sagði einnig frá „hræðilegu“ ákvörðun sinni að giftast skíðamanninum Thomas Vonn þegar hún var aðeins 22 ára – jafnvel þó ástarsorgin eftir þann larf hafi fölnað í samanburði við það þegar 3 ára sambandi hennar og Tiger lauk.

Um samband sitt við Tiger sagði Lindsey: „Ég meina, ég elskaði hann svo mikið og ég geri það enn. Það gekk bara ekki upp, vitið þið?

Það var of mikið með hans dagskrá og minni og hann á tvö börn. Við erum enn í góðu sambandi, við erum vinir. En þetta var virkilega erfitt.“

Aðspurð hvort hún myndi nokkru sinni giftast aftur sagði hún háðsk: „Líklega ekki. Ég hef gert þetta allt – það er búið að x-a það út af markmiðalista lífsins.“

Lindsey í raunveruleikaþættinum ásamt survival þjálfaranum þekkta Bear Grylls

Lindsey í raunveruleikaþættinum ásamt survival þjálfaranum þekkta Bear Grylls

Ef maður vill vera með einhverjum á maður bara að vera með þeim. Maður þarf virkilega ekki að fara í gegnum allt þetta giftingastúss. Það er bara til að flækja hlutina.

En síðan viðurkenndi hún að allt snerist meira um að finna rétta manninn: „Ég vil fá að vera ég sjálf í sambandi og ég vil að félagi minn styðji mig og  …. og það er ansi sjaldgæft að finna náunga sem vill það.“

Gæinn í lífi Lindsey, sem hún virðist dást mest að er afi hennar, sem hún segir að sé „ótrúlegur náungi“ sem hún beri mikla virðingu fyrir.“

Grylls reyndi að hughreysta Lindsey og sagði að dag einn gæti verið að hún hitti mann eins og afa hennar.

Og augnablikið sem fylgdi hefði fengið gerviauga til að vökna, en Lindsey sagði einfaldlega: „Það væri að fara fram á of mikið.“

Þrátt fyrir að vera svona neikvæð þegar kemur að því að giftast þá segist Lindsey samt vilja eignast börn. „Ég vil sýna þeim að þau geti orðið hvað sem þau vilja. En þau munu ekki fá neitt upp í hendurnar – það kemur ekkert í stað mikillar vinnu, „- og þar með gaf hún upp það dýrmætasta sem afi hennar kenndi henni.

Ég hugsa að þetta sé ein dýrmætasta lexían sem hægt sé að læra, “ sagði Lindsey. Maður uppsker eins og maður sáir.

Lindsey talaði líka um að pabbi hennar, Alan Kildow, hefði verið þjálfari hennar þar til hún var 16 ára og hún hefði ekki talað við hann í 6 ár eftir að hún fluttist að heiman og hefði gert það sem henni þóknaðist um stund.

Lindsey sagði ákvörðunina að giftast skíðamanninum Thomas Vonn hefði verið „hræðileg"

Lindsey sagði ákvörðunina að giftast skíðamanninum Thomas Vonn hefði verið „hræðileg“

Og svo gifti ég mig!“ sagði hún „Og það var ekki klárt af mér. Þetta var hræðileg ákvörðun. Hún var hræðileg.

Hún talaði líka um að fjölskylda hennar hefði fórnað svo miklu fyrir frægðarferil hennar t.a.m. þegar hún sagði: „Öll fjölskylda mín fluttist til Colorado þegar ég var 12 ára – bræður mínir og systur báðu ekki um það. Þau vildu ekkert fara frá vinum sínum. En þegar ég vann á Ólympíuleikunum þá var eins og þetta hefði ekki allt verið til einskis.“

Lindsey fjallaði í þættinum og nokkur af verstu meiðslum sínum og að hún hefði lokað sig af fyrir Ólympíuleikana til þess að taka pressuna af öllu hjá sér.

Ég lokaði bara á allt og lét bara sem þetta væri eins og hver önnur keppni,“ sagði hún.

Ég fór ekki á opnunarhátíðina. Ég var ekki með liðinu. Ég var í sérhúsi, ég lokaði mig af – ekkert sjónvarp – enginn snjallsími.“

„Ég bakaði banana brauð – mikið af því. Ég held að allir þjálfarar mínir hafa a.m.k. þyngst um 5 kíló!

Hún brosti og bætti við: „Þetta var eftir skilnaðinn. Keppnistímabilið eftir skilnaðinn var það besta á ferli mínum.“

Nú vill hún nýjar áskoranir. Lindsey er með mikið keppnisskap eða eins og hún sjálf segir: „Ég vil taka það á næsta stig eins og karlmenn gera. Ég vil virkilega sjá hvers ég er megnug.“

Ég æfi alltaf með karlmönnum og vinn þá.“

Ekki alla auðvitað en ég sendi suma heim grátandi,“ sagði Lindsey glottandi.

Lindsey ekkert hrædd við að sýna íturvaxinn líkama sinn.

Lindsey ekkert hrædd við að sýna íturvaxinn líkama sinn.

Lindsey er með ofurkeppnisskap og mjög sjálfstæð í öllu sem hún gerir.  Þess sáust merki í þessum þætti með Bear Grylls en eitt af því sem gert var, var að fara út í mótorbát þar sem Lindsey klæddi sig úr og var bara í bikiní einum fata og synti og kafaði  þannig í land að grýttri fjöru Korsíku, þar sem þátturinn var tekinn upp.

Grylls rétti henni höndina til þess að hjálpa henni í land en hún bandaði henni frá sér og sagði: „Ég er ekki aumignjastelpa.“

Jafnvel þegar hún féll aftur í sjóinn – þar sem hún hló að slæmri tímasetningu sinni þá staðhæfði hún: „Ekki hjálpa mér. Ef ég væri strand á eyðieyju myndi ég ekki hafa þig til að hjálpa mér.

Ef ég væri í lífshættu myndi ég biðja um hjálp,“ hló Lindsey.

Þau fóru í einskonar sprang í klettum og klettaskorum og jafnvel þar afþakkaði Lindsey hjálp Grylls, en Grylls uppástóð samt að hún hefði reipi um sig og sagði: „Og þetta er ekki vegna þess að þú sért einhver aumingjastelpa.“

Lindsey að spranga í klettum Korsíku

Lindsey að spranga í klettum Korsíku

Lindsey svaraði því til að stjórnunarþörf hennar kæmi eflaust af því að hún var sú elsta af 5 systkinum í Minnesota og svo sagði hún við Grylls: „Ég er skipparinn – ég er ekki vön að þurfa hlýða skipunum.“

Lindsey virtist mest spennt fyrir þegar þau fóru í keppni um hvort þeirra gæti haldið niðrí sér andanum lengur undir sjónum þegar hann vann aðeins með svindli.

Grylls sagði eftir þessa keppni við Lindsey: „Eitt sem ég hef tekið eftir við Lindsey er að allt er keppni fyrir henni og aðallega milli karla og kvenna.

Hún sýndi aðeins á sér veika hlið einu sinni þegar hún skar sundur ígulker til að búa til kássu, sem hún sagði síðan að hefði bragðast eins og hor.

Á einum stað tók hún líka mynd af sér um miðja nótt þegar hún vaknaði hríðskjálfandi af kulda, með Grylls steinsofandi rétt hjá sér og sagði: „Þessi náungi stal öllum helv. ábreiðunum.“

Í lok þessa þáttar biðu þau Lindsey og Grylls eftir þyrlu sem átti að ná í þau, en þar sagði Grylls: „Þú stjórnar. Þú ert skipparinn. Það er hvetjandi að fylgjast með þér!“