Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2017 | 14:00

Lindsey í mál vegna birtingar nektarmynda af henni og Tiger

Lindsey Vonn er yfir sig reið og tilbúin að fara með málið fyrir rétt.

Þetta er svívirðileg og fyrirlitleg innrás á einkalíf hvers sem er að stela og birta ólöglega nektarmyndir,“ sagði talsmaður skíðadrottningarinnar (Lindsey Vonn) eftir að hakkari stal nektarmyndum af henni og Tiger og birti á vefsíðu.

Lindsey mun grípa til allra nauðsynlegra og viðeigandi aðgerða lagalega séð til þess að vernda og fylgja eftir réttindum sínum og hagsmunum. Hún trúir að einstaklingarnir sem ábyrgir eru fyrir að hakka inn á prívat myndir hennar, sem og þær vefsíður sem hvetja til slíkrar fyrirlitlegrar hegðunar ættu að vera lögsótt að fullu leyti skv. lögum.“

Myndir af Lindsey og fyrrum kærasta hennar Tiger Woods og nokkrum öðrum þekktum stjörnum voru birtar á vefsíðunni Celeb Jihad.

Myndirnar náðust með ólögmætum hætti eftir að einhver hakkaði sig inn á síma Vonn, skv. upplýsingum frá TMZ.

Vonn og Woods slitu sambandi sínu 2015.

Vonn er ekk sú eina sem hótað hefir lögsókn. Tiger hefir ráðið lögmann og hótar að fara í mál við síðuna, séu myndirnar ekki fjarlægðar.

Jafnframt hafa leikkonurnar Kristen Stewart og Katharine McPhee og módelið Stella Maxwell einnig ráðið sér stjörnulögmenn.