Ragnheiður Jónsdóttir | september. 12. 2014 | 22:00

Lindsey Vonn sögð hrædd um Tiger

Skv. óáreiðanlegum heimildum er Lindsey Vonn, kærasta Tiger Woods sögð afar hrædd um hann.

Bara fallegur fylgihlutur?

Bara fallegur fylgihlutur?

Svo er að fyrrum eiginkona Tiger, Elín Nordegren, hefir sagt kærasta sínum billjónamæringnum Chris Cline upp og Vonn er sögð hrædd um að Tiger reyni nú aftur við móður tveggja barna sinna, Elínu.

Sagt er að Tiger hafi aldrei viljað skilnað – það var aðallega hann sem vildi ná sáttum og gerði sitt til þess, en trúnaðurinn var einfaldlega fyrir bí, eftir upp komst um margfalt framhjáhald Tigers með fjölmörgum konum, 2009.  En nú eru liðinn 5 ár – E.t.v. hægt að ná sáttum nú?

Tiger hefir nú verið í sambandi með Lindsey Vonn í 18 mánuði, en Vonn er sögð afar áhyggjufull nú þegar Elín er aftur laus og liðug.

Sjá má eina svona slúðurfrétt í miðlinum Hollywood Gossip, með því að SMELLA HÉR: