Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2011 | 11:15

Lindberg og Srisawang leiða á Hero Women´s Indian Open

Í dag hófst á „Páfuglavellinum“ í Nýju Dehli á Indlandi Hero Women´s Indian Open.  Það eru tvær sem leiða eftir fyrsta daginn; sænska stúlkan Pernilla Lindberg, fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, í Oklahoma State, sem er búin að gera það gott á Evrópumótaröð kvenna í ár og thailenska stúlkan Nontaya Srisawang. Báðar spiluðu þær undurfagran Páfuglavöllinn á -6 undir pari, þ.e. 66 höggum.

Þriðja sætinu deilir annar fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru, Caroline Hedwall, ásamt enn einni thaílenskri Pornanong Phatlum og ensku stúlkunni Florentynu Parker. Þær spiluðu allar á -5 undir pari, 67 höggum og eru því aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum.

Til þess að sjá stöðuna á Hero Women´s Indian Open eftir 1. dag smellið HÉR: