Ragnheiður Jónsdóttir | september. 13. 2014 | 07:00

Lincicome leiðir á Evían risamótinu – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríska stúlkan Brittany Lincicome, sem leiðir í hálfleik á The Evían Championship, sem fram fer í Evian-les-Bains í Frakklandi.

Lincicome er búin að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (67 65).

Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir Lincicome er forystukona 1. dags Hyo-Joo Kim frá Suður-Kóreu á samtals 9 undir pari, 133 höggum en hún náði ekki að fylgja glæsihring sínum upp á 62 högg fyrsta keppnisdag nægilega vel á eftir lék 2. hring á 71 höggi eða með 9 högga sveiflu milli hringja.

Í 3. sæti er enn önnur frá Suður-Kóru, MJ Hur á samtals 7 undir pari og 4. sætinu deila síðan ástralska golfdrottningin Karrie Webb og norska frænka okkar Suzann Pettersen.

Nokkrar góðar komust ekki í gegnum niðurskurð þ.á.m. Cheyenne Woods, frænka Tiger, franski golfsnillingurinn Valentine Derrey, sem er á heimavelli og bandaríski Solheim Cup kylfingurinn Angela Stanford, Hjá þeim munaði aðeins 1 höggi að þær kæmust í gegn.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag The Evian Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á The Evian Championship SMELLIÐ HÉR: