Steve Stricker.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2014 | 20:00

Lífið leikur við Stricker

Helstu toppstjörnur golfsins spila fyrir milljónir dollara í hverri viku. Þær eru í sjónvarpinu. Þær eru frægar.  Þær hafa allan útbúnað sem þær gætu óskað sér og keyra um í lúxusbílum, sem þeim eru lánaðir.

Golfstjörnurnar eru öfund allra sem stríddu þeim hér áður fyrr fyrir að vera í golfi.

En það er ekki allt sem sýnist. Að vera atvinnumaður í golfi er ekki alltaf frábært.  Það verður að ferðast mikið og vera í burtu frá fjölskyldunni. Og ef ekki er komist í gegnum niðurskurð þá eru engin laun. Svo þar á ofan koma sveifluvandræði eða meiðsli eða bara óheppni, sem getur sett allan ferilinn út af laginu.

Þannig að það er ekki allt dans á rósum …. nema þið heitið Steve Stricker.

Þá er allt betra en í draumi.  Stricker er aðeins að vinna 8. vikuna sína núna í ár, en hann er eftir sem áður nr. 18 á heimslistanum.  Hann ver í dag meiri tíma við veiðar (áhugamál) en á æfingasvæðinu.  Hann er hálfbúinn að draga sig í hlé en ólíkt mörgum í þeirri stöðu fær hann enn greidd laun fyrir að spila golf. Þvílíkt líf!

Stricker ákvað fyrir aðeins 10 dögum að sig langaði til að taka þáttí Greenbrier Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour.  Kylfusveinn hans, Jimmy Johnson,  var búinnað lofa sig annað, þannig að eiginkona Stricker, Nicki, var fengin í starfið.  Þau tóku krakkana sína tvo með og sneru golfmótinu bara í 4 daga sumarstarf. …. og nafn Steve Stricker er strax komið ofarlega á skortöfluna eftir glæsilegan hring upp á 4 undir pari, 66 högg!!!!  …. þannig að framhald sumarfrísins verður jafnvel enn sætara fyrir Stricker-fjölskylduna, þegar „skyldustörfunum“ lýkur.

„Ég hef ekki spilað svo mikið“, sagði Stricker eftir hringinn góða „en ég er að byrja að venjast þessu aftur og golfið batnaði seint á hringnum.  Þannig að þetta er spennandi að vera byrjaður að spila aftur og spila þessa viku og þá næstu og sjá hvað gerist.“

„Ég hugsaði með mér að ef ég léki vel gæti ég jafnvel unnið eða verið með góðan árangur og svo er möguleiki á Opna breska.“

Stricker segir að mikið af leiknum snúist um að vera með rétta hugarfarið.“

„Maður vel miklum tíma heima að æfa og höggin skipta ekki máli, vitið þið hvað ég meina?“ sagði hann. „Maður slær oft framhjá og maður hugsar með sér þetta skiptir engu máli. Og síðan kemur maður hingað og hvert einasta högg skiptir máli. Maður verður að reyna að eyða þessu úr huga sér og gera eins og maður gerir heima á æfingum. Þannig að það er það sem er krefjandi. Maður spilar og það telur.  Allt telur.“

En allt í allt leikur lífið við Stricker.