Valdis Jonsdottir, Olafia Kristinsdottir Axel Boasson og Birgir Hafthorsson með gullið Lið ársins 2018 er Landslið Íslands í golfi!!!
Kjör á Íþróttamanni ársins 2018 fór fram í kvöld. Íþróttamaður ársins 2018 er Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona og er hún 7. íþróttakonan til þess að hljóta þennan heiðurstitil. Meðal efstu 10 og eini kylfingurinn sem átti möguleika á að hljóta heiðursnafnbótina í ár var Haraldur Franklín Magnús, sem varð fyrstur karlkylfinga á Íslandi í sumar til þess að spila í risamóti, þ.e. Opna breska. Haraldur Franklín hafnaði í 7.-8. sæti í kjörinu.
Aðrir kylfingar sem stig hlutu voru Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (sem átti framúrskarandi ár 2018) hafnaði í 11. sæti ; íþróttamaður ársins 2017 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hafnaði í 17. sæti, Axel Bóasson, GK hafnaði í 19. sæti og Birgir Leifur Hafþórsson, sem hafnaði í 30.-31. sæti.
Framangreindu 4 skipuðu þó gulllið Íslands, sem varð Evrópumeistari í blandaðri keppni í Skotlandi og hlutu titilinn Lið ársins 2018! Stigin í liðakeppninni skiptust með eftirfarandi hætti:
1. Landslið Íslands í golfi, 90 stig
2. Karlalið ÍBV í handbolta, 83 stig
3. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum, 40 stig
4. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta, 35 stig
5. Karlalið KR í körfubolta, 12 stig
6. Karlalið Vals í fótbolta, 6 stig
7. Karlalandslið Íslands í fótbolta, 4 stig
Það voru 30 íþróttafréttamenn sem greiddu atkvæði, þ.e. völdu tíu íþróttamenn hver. Sá efsti fékk 20 stig, næsti 15 stig, þriðji 10 stig og aðrir frá sjö og niður í eitt stig.
Stigin í vali á íþróttamanni ársins skiptust með eftirfarandi hætti:
1. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 464
2. Júlian J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar- 416
3. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna- 344
4. Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur – 164
5. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 136
6. Jóhann Berg Guðmundsson, knattspyrna – 124
7-8. Haraldur Franklín Magnús, golf – 95
7-8. Guðbjörn Jóna Bjarnadóttir, frjálsíþróttir – 95
9. Valgarð Reinhardsson, fimleikar – 58
10. Martin Hermannsson, körfuknattleikur- 56
11. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 49
12. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 39
13. Aron Pálmarsson, handknattleikur – 25
14. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, íþróttir fatlaðra – 18
15. Arnór Sigurðsson, knattspyrna – 17
16. Andrea Sif Pétursdóttir, fimleikar – 16
17. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, golf – 15
18. Róbert Ísak Jónsson, íþróttir fatlaðra – 12
19. Axel Bóasson, golf – 11
20. Anton Sveinn McKee, sund – 9
21-23. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir – 4
21-23. Arnar Davíð Jónsson, keila – 4
21-23. Helena Sverrisdóttir, körfuknattleikur – 4
24. Hannes Þór Halldórsson, knattspyrna – 3
25-29. Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir – 2
25-29. Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar – 2
25-29. Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrna – 2
25-29. Guðni Valur Guðnason, frjálsíþróttir – 2
25-29. Sif Atladóttir, knattspyrna – 2
30-31. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 1
30-31. Þuríður Erla Helgadóttir, lyftingar – 1
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
