Valdis Jonsdottir, Olafia Kristinsdottir Axel Boasson og Birgir Hafthorsson með gullið
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2018 | 23:00

Lið ársins 2018 er Landslið Íslands í golfi!!!

Kjör á Íþróttamanni ársins 2018 fór fram í kvöld. Íþróttamaður ársins 2018 er Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona og er hún 7. íþróttakonan til þess að hljóta þennan heiðurstitil.  Meðal efstu 10 og eini kylfingurinn sem átti möguleika á að hljóta heiðursnafnbótina í ár var Haraldur Franklín Magnús, sem varð fyrstur karlkylfinga á Íslandi í sumar til þess að spila í risamóti, þ.e. Opna breska. Haraldur Franklín hafnaði í 7.-8. sæti í kjörinu.

Aðrir kylfingar sem stig hlutu voru Valdís Þóra Jónsdóttir, GL (sem átti framúrskarandi ár 2018) hafnaði í 11. sæti ; íþróttamaður ársins 2017 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hafnaði í 17. sæti, Axel Bóasson, GK hafnaði í 19. sæti og Birgir Leifur Hafþórsson, sem hafnaði í  30.-31. sæti.

Framangreindu 4 skipuðu þó gulllið Íslands, sem varð Evrópumeistari í blandaðri keppni í Skotlandi og hlutu titilinn Lið ársins 2018! Stigin í liðakeppninni skiptust með eftirfarandi hætti:

1. Landslið Íslands í golfi, 90 stig
2. Karlalið ÍBV í handbolta, 83 stig
3. Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum, 40 stig
4. Kvennalið Breiðabliks í fótbolta, 35 stig
5. Karlalið KR í körfubolta, 12 stig
6. Karlalið Vals í fótbolta, 6 stig
7. Karlalandslið Íslands í fótbolta, 4 stig

Það voru 30 íþróttaf­rétta­menn sem greiddu atkvæði, þ.e. völdu tíu íþrótta­menn hver. Sá efsti fékk 20 stig, næsti 15 stig, þriðji 10 stig og aðrir frá sjö og niður í eitt stig.

Stigin í vali á íþróttamanni ársins skiptust með eftirfarandi hætti:

1. Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, knatt­spyrna – 464
2. Júli­an J.K. Jó­hanns­son, kraft­lyft­ing­ar- 416
3. Gylfi Þór Sig­urðsson, knatt­spyrna- 344
4. Guðjón Val­ur Sig­urðsson, hand­knatt­leik­ur – 164
5. Al­freð Finn­boga­son, knatt­spyrna – 136
6. Jó­hann Berg Guðmunds­son, knatt­spyrna – 124
7-8. Har­ald­ur Frank­lín Magnús, golf – 95
7-8. Guðbjörn Jóna Bjarna­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir – 95
9. Val­g­arð Rein­h­ards­son, fim­leik­ar – 58
10. Mart­in Her­manns­son, körfuknatt­leik­ur- 56
11. Val­dís Þóra Jóns­dótt­ir, golf – 49
12. Aron Ein­ar Gunn­ars­son, knatt­spyrna – 39
13. Aron Pálm­ars­son, hand­knatt­leik­ur – 25
14. Bergrún Ósk Aðal­steins­dótt­ir, íþrótt­ir fatlaðra – 18
15. Arn­ór Sig­urðsson, knatt­spyrna – 17
16. Andrea Sif Pét­urs­dótt­ir, fim­leik­ar – 16
17. Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, golf – 15
18. Ró­bert Ísak Jóns­son, íþrótt­ir fatlaðra – 12
19. Axel Bóas­son, golf – 11
20. Ant­on Sveinn McKee, sund – 9
21-23. Ásdís Hjálms­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir – 4
21-23. Arn­ar Davíð Jóns­son, keila – 4
21-23. Helena Sverr­is­dótt­ir, körfuknatt­leik­ur – 4
24. Hann­es Þór Hall­dórs­son, knatt­spyrna – 3
25-29. Aníta Hinriks­dótt­ir, frjálsíþrótt­ir – 2
25-29. Fann­ey Hauks­dótt­ir, kraft­lyft­ing­ar – 2
25-29. Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, knatt­spyrna – 2
25-29. Guðni Val­ur Guðna­son, frjálsíþrótt­ir – 2
25-29. Sif Atla­dótt­ir, knatt­spyrna – 2
30-31. Birg­ir Leif­ur Hafþórs­son, golf – 1
30-31. Þuríður Erla Helga­dótt­ir, lyft­ing­ar – 1