Lexi Thompson
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2012 | 14:15

Lexi Thompson vill fara með hermanni á lokadansleikinn

Flestallir kannast núorðið við Lexi Thompson, ungu, bandarísku golfstjörnuna, 17 ára, sem fékk undanþágu til þess að spila á LPGA á þessu ári, eftir að hún varð yngst til þess að sigra á LPGA-móti, þ.e. Navistar Classic s.l. haust.

Þegar horft er á Lexi spila gleyma flestallir hversu ung hún er, en hún er að klára menntaskóla (ens. High-school) í heimabæ sínum Coral Springs, í Flórída, í vor. Hefð er fyrir því í bandarískum skólum að halda fínan lokadansleik, (ens. Prom), þar sem strákar bjóða stúlkum til dansleiksins og mikið er haft fyrir öllu kvöldinu hvað varðar fatnað, mat, farið á dansleikinn og hugsanlega skemmtun eftir á.

Lexi hefir ekki verið mikið í skólanum sínum, þar eð hún er alltaf á æfingum eða að þvælast á golfmótum um allan heim.  Og hún er í vandræðum með að fá deit á prom, en mikið er spáð og spekúlerað í því hver fari með hverjum, í hverjum menntaskóla í Bandaríkjunum allt árið næstum því.

En fjölmiðlafulltrúar/almannatengslafulltrúar Lexi voru ekki að baki dottnir.  Þar sem það en mjög „in“ núna að vera föðurlandsvinur og hliðhollur bandaríska hernum, þá fannst einhverjum í „her“búðum Lexi tilvalið að ýta undir vinsældir hennar og leysa þar með líka „prom deit“ vandræði hennar með því að auglýsa eftir ungum herra, hermanni á aldrinum 18-20 ára, sem myndi vilja vera deit Lexi á Prom. Hann má koma langt að – því honum er boðinn frír farseðill til Flórída.  Eflaust ekki skortur á þeim, sem vilja fara á dansleik með Lexi.  Prom verður haldið 18. maí n.k. í highschool Lexi og spennandi að sjá hvaða heppni hermaður verður fyrir valinu!

Hér má sjá myndskeið þar sem Lexi auglýsir eftir hermannafylgd á Prom:  

AUGLÝST EFTIR UNGUM HERMANNI 18-20 ÁRA TIL ÞESS AÐ FARA MEÐ LEXI THOMPSON Á PROM