Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2011 | 09:30

Lexi og Sophie berjast um sigurinn í Dubai í dag

Hin 16 ára Lexi Thompson komst í forystu á Omega Dubai Ladies Masters í gær þegar hún setti niður fugl á 18. holu Majlis golfvallarins í Emirates Golf Club.  Eftir hringinn góða sagði hún:

„Ég var að slá vel. Ég skildi eftir nokkur pútt, en vitið þið, það er fullt að stelpum sem eiga sjéns á að stela sigrinum, þannig að þetta verður frábær dagur (í dag).“ „Auðvitað er ég svolítið taugaóstyrk […] hver væri það ekki? En vonandi, held ég einbeitingunnni, spila eina holu í einu og sigra. Ef mér tækist það myndi það vera svalt.“

Allskyns áhorfENDUR að horfa á Lexi!

Sophie Gustafsson, sem er í 2. sæti, höggi á eftir hafði eftirfarandi að segja:

„Augljóslega verður erfitt að sigra Alexis, en ef ég get haldið áfram að spila vel, þá á ég góða möguleika.“ Og sænska sleggjan hélt áfram: „Ég hugsa að við séum aðeins líkar hvað kraftinn áhrærir.  Ég var hvergi nálægt því að vera svona nákvæm eins og hún þegar ég var 16.“

Ef Lexi tekst að sigra í dag verður hún næstyngsti sigurvegari í sögu LET.