
Lexi og Sophie berjast um sigurinn í Dubai í dag
Hin 16 ára Lexi Thompson komst í forystu á Omega Dubai Ladies Masters í gær þegar hún setti niður fugl á 18. holu Majlis golfvallarins í Emirates Golf Club. Eftir hringinn góða sagði hún:
„Ég var að slá vel. Ég skildi eftir nokkur pútt, en vitið þið, það er fullt að stelpum sem eiga sjéns á að stela sigrinum, þannig að þetta verður frábær dagur (í dag).“ „Auðvitað er ég svolítið taugaóstyrk […] hver væri það ekki? En vonandi, held ég einbeitingunnni, spila eina holu í einu og sigra. Ef mér tækist það myndi það vera svalt.“
Sophie Gustafsson, sem er í 2. sæti, höggi á eftir hafði eftirfarandi að segja:
„Augljóslega verður erfitt að sigra Alexis, en ef ég get haldið áfram að spila vel, þá á ég góða möguleika.“ Og sænska sleggjan hélt áfram: „Ég hugsa að við séum aðeins líkar hvað kraftinn áhrærir. Ég var hvergi nálægt því að vera svona nákvæm eins og hún þegar ég var 16.“
Ef Lexi tekst að sigra í dag verður hún næstyngsti sigurvegari í sögu LET.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster
- janúar. 26. 2021 | 06:00 Þjálfarinn Claude Harmon III segir aðskilnaðinn við fv. nemanda sinn Brooks Koepka „hrikalegan“
- janúar. 25. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Heimir Hjartarson, Svandís Thorvalds og Brynja Sigurðardóttir – 25. janúar 2020
- janúar. 25. 2021 | 05:00 Hvað var í sigurpoka Kim?