Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 15. 2011 | 14:00

Lexi leiðir þegar Omega Dubai Ladies Masters er hálfnað

Hin unga Alexis Thompson frá Flórída kom í hús á 66 glæsihöggum í dag og er í 1. sæti á Omega Dubai Ladies Masters þegar mótið er hálfnað. Hún missti hvergi högg og fékk 6 frábæra fugla. Hún er samtals á -6 undir pari, samtals 136 höggum (70 66).

Í 2. sæti eru Sophie Gustafsson frá Svíþjóð og hin ítalska Margarita Rigon frá Ítalíu  2 höggum á eftir Lexi.

Fjórða sætinu deila Julieta Granada frá Paraguay og Becky Morgan frá Wales, 3 höggum á eftir Lexi.

Í 6. sæti eru 4 kylfingar: Michelle Wie og síðan 3 sænskar: Pernilla Lindberg, Lotta Wahlin, sem leiddi í gær og Louise Larson, allar á samtals -4 undir pari, 140 höggum.

Það kemur á óvart hversu slakur árangur Caroline Hedwall er, en hún er í 35. sæti og Christinu Kim og Önnu Nordqvist sem eru í 56. sæti og neðsta sæti þeirra sem náðu niðurskurði.

Nokkrar góðar náðu ekki niðurskurði og eru á leiðinni heim. Þ.á.m. eru: W-7 módelið Sandra Gal, hin skoska Vikki Laing, sem búin er að eiga gott keppnistímabil og öllum að óvörum kvennagolfsagan holdi klædd, Laura Davies.