Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 27. 2017 | 12:00

Lexi brotnaði niður á blaðamannafundi v/ spurningu um reglubrot sitt – Myndskeið

Lexi Thompson brotnaði saman og grét þegar rætt var við hana um umdeilt víti sem hún hlaut á 1. risamóti ársins ANA Inspiration, sem varð til þess að hún varð af titlinum.

Rætt var um reglubrot Thompson á blaðamannafundi í gær, fyrir Texas Shootout sem hefst í kvöld í Irving, Texas.

Erfiðasti hlutinn var bara að fara í gegnum þetta,“ sagði hin 22 ára Lexi, áður en hún tók sér 45 sekúndna hlé þar sem hún var að berjast við að ná tökum á sjálfri sér og halda aftur af tárunum.

Ég held að ég hafi aldri spilað betur þannig að þetta skyldi gerast var bara martröð.“

Sjá myndskeiðið af Lexi á blaðamannafundinum með því að SMELLA HÉR:

Lexi átti bara eftir að spila 6 holur og var með 3 högga forystu þegar henni var sagt að hún hlyti 4 högga víti vegna brots hennar deginum áður sem athugull sjónvarpsáhorfandi hafði séð.

Kom í ljós að hún hafði leikið boltanum frá röngum stað (2 víti) og síðan skrifað undir rangt skorkort (2 víti).

Lexi náði að komast í bráðabana en tapaði.

Thompson merkir boltana sína með punkti og hún sagðist hafa snúið bolta sínum til þess að punkturinn sneri þangað sem pútterinn myndi snerta hann og hún hefði ekki af ásettu ráði sett bolta sinn aftur á rangan stað áður en hún tók stutt víti – sem hvort heldur er hefði að öllum líkindum dottið!

Ég hef séð myndbandið og ég skil þeirra hlið. Það var ég sem sneri boltanum“ sagði Lexi. „En eins og ég sagði hef ég alltaf farið eftir golfreglunum …. það var enginn ásetningur, ég vildi ekki brjóta þær.“

Golfreglunum var eftir þetta atvik breytt hið snarasta þannig að leikmenn sem brjóta lítillega af sér þannig að ekki fæst séð með nöktu auga skuli vera vítalausir.

Hins vegar er dómurum ekki óheimilt að taka við athugasemdum frá athugulum áhorfendum.