Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 3. 2012 | 08:00

Lexi æfir sig á Black Wolf Run fyrir Opna bandaríska kvennamótið

Hér má sjá mynd af Lexi Thompson, sem hún setti á heimasíðu sína. Á henni sést hvar hún er við æfingar fyrir Opna bandaríska kvenrisamótið (ens. US Women´s Open) risamótið, sem hefst í þessari viku.

Lexi Thompson við æfingar á Black Wolf Run

Með myndinni var eftirfarandi texti frá Lexi:

„US Womens Open vikan er nú að hefjast á Black Wolf Run (vellinum) ! Ég er spennt að spila þessa vikuna:) Völlurinn er frábær.“

Það verður gaman að fylgjast með hvernig þessari ungu stúlku frá Flórída gengur í Kohler, Wisconsin, þar sem hinn frábæri Black Wolf Run völlur er.

Sjá má myndir frá vellinum með því að skoða heimasíðu Black Wolf Run með því að SMELLA HÉR: