Cheyenne Woods
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 21. 2019 | 19:00

LET: Viðtal v/Cheyenne Woods

Fyrsta mót ársins á Evrópumótaröð kvenna (LET) er nýafstaðið en það var Fatima Bint Mubarak Ladies Open , sem fram fór í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 10.-12. janúar sl.

Meðal keppenda var Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir, GL, sem því miður komst ekki í gegnum niðurskurð.

Eftir mótið tók fréttaritari LET viðtal við fyrrum skólafélaga Ólafíu Þórunnar „okkar Kristinsdóttur úr Wake forest og frænku Tiger Woods, Cheyenne.

Þar kemur ýmislegt fróðlegt fram m.a. að Cheyenne sé fylgjandi mótum þar sem bæði karlar og konur keppi, en hún hafi lítinn áhuga á því að keppa á móti frænda sínum; væri meira til í að vera í móti þar sem þau kepptu saman gegn einhverjum o.fl.

Sjá má viðtalið við Cheyenne með því að SMELLA HÉR: