Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2019 | 23:59

LET: Viðsnúningur Valdísar

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, sneri aldeilis hlutunum sér í hag á 2. hring Opna franska.

Eftir að hafa spilað 1. hringinn á 79 höggum og verið í einu af neðstu sætunum, sneri hún hlutunum sér í vil með ótrúlega glæsilegum hring upp á 66 högg!!!

Þarna er 13 högga sveifla hjá Valdísi Þóru milli hringja.

Það sem meira er, er að 2. hringurinn hjá Valdísi Þóru var 2. besta skorið 2. daginn; aðeins forystukonan Nelly Korda var á betra skori eða 7 undir pari, 64 höggum. Nelly Korda, sem ný hefir lokið leik á Solheim Cup á besta skori í bandaríska liðinu, er í forystu á Opna breska á glæsilegum 10 undir pari (68 64).

Valdís Þóra flaug í gegnum niðurskurð sem miðaður var við 6 yfir pari eða betra.

Valdís Þóra er nú á 3 yfir pari, (79 66) og í 37. sæti mótsins!!!

Þeir sem fylgjast með Valdísi Þóru hér heima á Skerinu og víðar eru að springa úr stolti!!!

Til þess að sjá stöðuna á Opna franska SMELLIÐ HÉR: