Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 11:00

LET: Valentine Derrey efst á Allianz Slovak Open

Það er franska stúlkan Valentine Derrey sem tekið hefir forystu á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT mótinu, sem fram fer í Talé í Tatras fjöllum Slóvakíu nú þegar 2. hringur er hafinn.

Derrey, sem deildi 2.-4. sæti eftir 1. dag er búinn að fá 4 fugla og 1 skolla  á fyrri 9 á 2. hring og leiðir nú sem stendur á 6 undir pari.

Sjá má kynningu Golf 1 á Derrey með því að SMELLA HÉR: 

Forystukona gærdagsins var hin skoska Kylie Walker, en hún lék 1. hring á 68 höggum.

Til þess að fylgjast með gangi mála á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT SMELLIÐ HÉR: