Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2019 | 23:00

LET: Valdís úr leik í Bonville

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur á Evrópumótaröð kvenna (LET) tók þátt í móti vikunnar á LET þ.e. The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic, sem fram fer dagana 21.-24. febrúar 2019.

Hún lék á samtals 9 yfir pari 153 höggum (79 74)

Valdís Þóra var reglulega óheppin á 1. hringnum þar sem hún fékk 4 högga sprengju á síðustu holuna og endaði 1. hring á 7 yfir pari, 79 höggum! Þess mætti geta að á sömu holu, par-5 18. holunni í Bonville fékk Valdís Þóra fugl á seinni hring sínum, 4 glæsihögg!!!

Á 2. hring sýndi Valdís Þóra sitt rétta andlit og spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum og hefði flogið gegnum niðurskurð hefði henni tekist að bægja sprengjunni á fyrri hringnum frá. En svona er nú golfið óréttlátt stundum!

Sem stendur er Nuria Iturrios frá Spáni efst en hún hefir spilað á samtals 8 undir pari (69 67).

Þegar þetta er ritað eiga fjölmargar eftir að ljúka keppni, en ljóst er að Valdís Þóra er úr leik.

Til þess að sjá stöðuna á The Pacific Bay Resort Australian Ladies Classic SMELLIÐ HÉR: