Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 21. 2020 | 10:00

LET: Valdís Þóra úr leik í Bonville

Valdís Þóra Jónsdóttir er úr leik á Geoff Motors Australian Ladies Classic – Bonville mótinu, sem er samstarfsverkefni LET og ALPG, en Valdís Þóra hefir spilarétt á báðum mótaröðum.

Valdís lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (77 76), bæti sig aðeins um 1 högg á seinni hringnum.

Efst í hálfleik er enski kylfingurinn Lauren Stephenson, en hún hefir spilað hringinga tvo á samtals 14 undir pari, þannig að skor eru lág.

Til þess að komast í gegnum niðurskurð þurfti að vera á 2 yfir pari eða betra skori.

Mótið fer fram í Bonville, Ástralíu, 20.-23. febrúar 2020.

Sjá má stöðuna á eoff Motors Australian Ladies Classic – Bonville með því að SMELLA HÉR: