Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2017 | 03:00

LET: Valdís Þóra úr leik

Litlu munaði að Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL kæmist í gegnum 2. niðurskurðinn á Oates Vic´s Open í Ástralíu.

Í nótt var hún ýmist úti eða inni en lauk 3. hringnum á 74 höggum, sem dugði því miður ekki.

Samtals lék Valdís Þóra á 218 höggum (71 73 74) og munaði 3 höggum að hún kæmist gegnum niðurskurð.

Oates Vic´s mótið er þannig að skorið er niður tvívegis og lokadaginn spila einvörðungu 35 efstu eftir 2 niðurskurði.

Valdís flaug í gegnum fyrri niðurskurðinn en því miður gekk ekki eftir að hún kæmist í gegnum seinni niðurskurðinn líka.

Í efsta sæti fyrir lokahringinn er Mel Reid, sem spilar bæði á LET og á LPGA mótaröðinni. Hún hefir spilað á 15 undir pari (67 70 67).

Sjá má stöðuna á Oates Vic´s Open með því að SMELLA HÉR: