Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 08:00

LET: Valdís Þóra T-5 á Lalla Meryem e. 1. dag!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir byrjaði vel á Lalla Meryem Cup á LET Evrópumótaröðinni í golfi.

Mótið fer fram á Royal Golf Dar Es Salam vellinum í Marokkó.

Íslandsmeistarinn 2017 lék á einu höggi undir pari eða 71 höggi og er T-5, eða jöfn 7 öðrum í 5. sæti.

Nicole Garcia frá Suður-Afríku er efst á 4 undir pari, 68 höggum.

Sjá má stöðuna á Lalla Meryem með því að SMELLA HÉR: 

Fyrsti keppnisdagurinn var í gær, Sumardaginn fyrsta, 19. apríl og verða leiknir fjórir hringir á fjórum keppnisdögum.

Úrslitin ráðast því sunnudaginn 22. apríl.

Mótið í Marokkó er sjötta mótið á þessu tímabili á LET Evrópumótaröðinni og hefur Valdís Þóra keppt á þeim öllum.