Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2017 | 07:15

LET: Valdís Þóra T-34 e. 2. dag á Oates Vic Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, ativnnukylfingur úr GL, tekur nú þátt í fyrsta móti sínu á LET, með fullan spilarétt á mótaröðinni.

Og hún er að gera aldeilis fína hluta; komin í gegnum niðurskurð á þessu 1. móti sínu T-34 þegar örfáir eiga eftir að ljúka leik, en ekki tókst að ljúka leik á 1. keppnisdegi.

Alls er Valdís Þóra búin að spila á 2 undir pari, 144 höggum (71 73). Á 2. hringnum í gær spilaði Valdís Þóra á parinu fékk 2 fugla og 2 skolla.

Efst í mótinu sem stendur er danski kylfingurinn Nicole Broch Larsen en hún hefir samtals spilað á 12 undir pari, 134 höggum (67 67).

Sjá má stöðuna á Oates Vic Open með því að SMELLA HÉR: