Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 15. 2017 | 14:00

LET: Valdís Þóra T-26. f. lokahringinn í Marokkó

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, tekur þátt í Lalla Meryem Cup í Marokkó en mótið er hlut af Evrópumótaröð kvenna.

Hún er búin að spila á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (76 71 73).

Í dag á 3. hring var hún með skor upp á 73 högg; fékk 3 fugla, 11 pör og 4 skolla.

Valdís Þóra er jöfn 9 öðrum í 26. sæti þ.e. T-26.

Norska frænka okkar Suzann Pettersen er efst í mótinu fyrir lokahringinn á samtals 6 undir pari; Lydia Hall, frá Wales er í 2. sæti, á 5 undir pari og hin enska Annabel Dimmock í 3. sæti, á 4 undir pari.

Sjá má stöðuna á Lalla Meryem með því að SMELLA HÉR: