Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 1. 2019 | 17:30

LET: Valdís Þóra T-19 e. 1. dag á Omega Dubai Moonlight Classic

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í móti vikunnar á LET, Omega Dubai Moonlight Classic.

Mótið fer fram á Faldo vellinum í Emirates golfklúbbnum í Dubaí og eru þátttakendur 56.

Valdís Þóra lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum; fékk 4 fugla, 10 pör og 4 skolla og er T-19 eftir 1. dag.

Í efsta sæti eftir 1. dag er annar írsku golftvíburanna, Leona Maguire en hún lék á 8 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á Omega Dubai Moonlight Classic SMELLIÐ HÉR: