Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 20. 2018 | 22:00

LET: Valdís Þóra náði niðurskurði!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL og á LET, náði niðurskurði á Lalla Meryem Cup í Marokkó, en mótið er mót vikunnar á LET, sterkustu kvenmótaröð Evrópu.

Valdís Þóra hefir spilað á samtals 150 höggum (71 79) og er í 44. -53. sætinu í mótinu.

Það er 2. hringurinn upp á 7 yfir pari, 79 högg sem er þess valdandi að Valdís hrapar niður skortöfluna, en hún spilaði 1. hringinn á glæsilegum 1 undir pari, 71 höggi og var í 4. sæti eftir 1. dag.

Á 2. hring fékk Valdís Þóra 1 fugl, 6 skolla og 1 tvöfaldan skolla.

Engu að síður náði hún niðurskurði, sem er frábært og nú er bara allt upp á við!!! – Þetta kemur allt saman!!!

Eins og Valdís Þóra er búin að spila það sem af er árs, er bara tímaspursmál hvenær hún sigrar í móti, þrátt fyrir smávegis óheppni eins og raun ber vitni í þessu móti og gerist alltaf við og við, eins og allir kylfingar þekkja.

Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem Cup SMELLIÐ HÉR: