Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2017 | 05:00

LET: Valdís Þóra náði ekki niðurskurði í Thaílandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er úr leik í  Thaílandi.

Hún tók þátt í Ladies European Thaíland Championship, en mótið er hluti af LET.

Valdís Þóra lék fyrstu hringi sína tvo á samtals 11 yfir pari, 155 höggum (78 77) og komst því miður ekki í gegnum niðurskurð.

Niðurskurður miðaðist á þeim tíma sem fréttin var skrifuð við samtals 5 yfir pari eða betra og ljóst að Valdís Þóra er ansi langt frá niðurskurðarlínunni og nær því miður ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Til þess að sjá stöðuna á Ladies European Thailand Championship SMELLIÐ HÉR: