LET: Valdís Þóra lauk keppni á SA Women´s Open T-21
Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttir lauk nú í þessu keppni á Investec SA Women´s Open, sem er hluti af Evrópumótaröð kvenna.
Hún deildi 21. sætinu með 4 öðrum kylfingum: Rosie Davis frá Englandi, Manon Molle frá Frakklandi, Söruh Schober frá Austurríki og Sönnu Nuutinnen frá Finnlandi.
Allar léku þær á samtals 3 yfir pari, 219 höggum; Valdís Þóra á (74 69 76).
Lakasti hringur Valdísar var lokahringurinn, sem hún lék á 4 yfir pari en fyrir lokahringinn var hún T-4 á samtals 1 undir pari.
Á þessum skollans lokahring fékk Valdís Þóra 5 skolla og aðeins 1 fugl.
Sigurvegari mótsins var heimakonan Ashley Buhai, á samtals 9 undir pari, en athygli vekur að kylfingar frá Afríku eru í 4 efstu sætunum því auk Asheley varð Maha Haddioui frá Marokkó í 3. sæti á samtals 4 undir pari og Stacy Bregman frá S-Afríku í 4. sæti á samtals 3 undir pari. Karolin Lampert frá Þýskalandi hafnaði í 2. sæti, 2 höggum á eftir sigurvegaranum Buhai.
Til þess að sjá lokastöðuna á Investec SA Women´s Open SMELLIÐ HÉR:
Í aðalfréttaglugga: Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og LET. Mynd: Tristan Jones
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
