Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 3. 2018 | 08:00

LET: Valdís Þóra komst ekki gegnum niðurskurð e. 3. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 3. dag.

Í Oates Vic mótinu er skorið niður tvívegis; annars vegar hefðbundið í hálfleik og síðan eftir 3. hring.

Upphaflega voru 144 keppendur og eftir 2. dag fengu aðeins 72 eða helmingur að halda áfram. Valdís Þóra komst í gegnum þann niðurskurð.

Einungis þær 36 sem eru efstar eftir 3. dag fá síðan að spila lokahringinn á morgun. Valdís Þóra komst ekki í hóp þeirra 36 efstu, þar sem hún lék 3. hringinn á Beach eða strandvellinum á 6 yfir pari, 79 höggum  – sem er fremur óvanalegt fyrir hana – og spilar hún því ekki lokahringinn á morgun.

Valdís varð T-53, þ.e. deildi 53. sætinu með 4 öðrum kylfingum og lauk keppni á 7 yfir pari, 226 höggum (73 74 79).

Sjá má stöðuna á Oates Vic með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Valdísar Þóru er Ladies Classic Bonville, sem hefst 22. febrúar n.k.  Þar mun hún keppa ásamt Ólafíu Þórunni Kristinsdóttir og verður gaman að fylgjast með þeim báðum!!! Tveir íslenskir kylfingar á einni af bestu mótaröðum heims!