Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2019 | 17:16

LET: Valdís Þóra hóf leik á Lalla Meryem Cup í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í LET mótinu Lalla Meryem Cup.

Mótið fer fram á bláa vellinum, í Royal Dar Es Salam, í Marokkó, dagana 25.-28. apríl 2019.

Valdís Þóra lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 76 höggum. Skorkortið var ansi skrautlegt en á því voru 2 fuglar, 12 pör, 3 skollar og einn tvöfaldur skolli.

Sem stendur er Valdís Þóra T-64 en sætaröðin gæti enn breyst lítillega, því ekki allar hafa lokið hringjum sínum.

Í efsta sæti eftir 1. dag, sem stendur, er sænski kylfingurinn Lina Boqvist á 6 undir pari, en hún á eftir að spila 2 holur, svo einnig þetta gæti enn breyst.

Til þess að sjá stöðuna á Lalla Meryem SMELLIÐ HÉR: