Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 16. 2017 | 23:59

LET: Valdís Þóra hlaut € 2.025,-

Valdís Þóra Jónsdóttir,  atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni á Lalla Meryem Cup, sem fram fór í Marokkó, dagana 13. – 16. apríl 2017.

Hún lék á samtals 9 yfir pari, 297 höggum (76 71 73 77) og varð T-50 þ.e. deildi 50. sætinu með 3 kylfingum; en 63 komust í gegnum niðurskurð.

Lokahringurinn var lakasti hringur Valdísar Þóru af hringjunum 4 en hún lék hann á 5 yfir pari, 77 höggum og fékk aðeins 1 fugl en 4 skolla og 1 skramba.

Fyrir frammistöðu sína hlaut Valdís Þóra tékk upp á € 2.025,- (u.þ.b. 239.000 ísl. kr.). Þetta er hæsta verðlaunafé Valdísar Þóru á þessu keppnistímabili á LET.

Það var hin tékkneska Klara Spilkova ,sem sigraði í mótinu á samtals 8 undir pari, 280 höggum (69 74 71 66) og hlaut í sigurlaun € 67.500,- (þ.e. tæpar 8 milljónir ísl. kr.).

Norska frænka okkar, Suzann Pettersen varð í 2. sæti, 1 höggi á eftir og hin unga Annabel Dimmock, í 3. sæti,  enn öðru höggi á eftir.

Sjá má lokastöðuna á Lalla Meryem Cup með því að SMELLA HÉR: