Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2017 | 13:00

LET: Valdís Þóra hlaut € 1,027.50 fyrir árangur sinn á Estrella Damm mótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, lauk keppni í dag á Estrella Damm mótinu á Spáni í dag.

Hún lék samtals á 2 yfir pari, 286 höggum (68 71 73 73) og deildi 53. sætinu með 7 kylfingum.

Fyrir árangur sinn á Estrella Damm mótinu hlaut Valdís Þóra € 1,027.50.

Það sem er glæsilegt við árangur Valdísar Þóru er að hún komst í gegnum niðurskurð á LET móti í 3. sinn af 3 mótum sem hún hefir tekið þátt í, á keppnistímabilinu. Áfram svona og fikra sig svo smátt og smátt hærra á skortöflunni!!!

Það var hin enska Florentyna Parker, sem stóð uppi sem sigurvegari á Estrella Damm, eftir bráðabana við þær Önnu Nordqvist og heimakonuna Carlottu Ciganda.

Til þess að sjá lokastöðuna á Estrella Damm mótinu SMELLIÐ HÉR: