Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2019 | 07:00

LET: Valdís Þóra hefur leik á Jabra Open í dag

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra Jónsdóttir, úr GL hefur leik í dag á Jabra Open mótinu, sem er hluti af LET mótaröðinni.

Mótið fer fram í Evían Resort golfklúbbnum í Évian-les-Bains, Frakklandi og fá tvær efstu í mótinu þátttökurétt í 5. risamóti kvennagolfsins Evían risamótinu, sem fram fer einmitt á þessum golfvelli.

Valdís Þóra á rástíma kl. 14:08 sem er kl. 12:08 hér heima.

Með Valdísi Þóru í ráshóp eru þær Ana Menendez frá Mexíkó (sjá eldri kynningu Golf 1 á Menendez með því að SMELLA HÉR:) og Filippa Moork frá Svíþjóð.

Fylgjast má með gengi Valdísar Þóru á skortöflu með því að SMELLA HÉR: