LET: Valdís Þóra hefur keppni í dag! – Fylgist með HÉR
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, hefur keppni í dag á Andalucia Costa del Sol Open de España Feminino, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET).
Mótið fer fram í Real Club de Golf Guadalmina á Spáni, dagana 21.-24. september 2017.
Valdís Þóra fer út kl. 13:54 að staðartíma á Spáni (sem er kl. 11:54 að íslenskum tíma).
Mótið verður það fimmta hjá Valdísi á sterkustu mótaröð Evrópu á þessu tímabili. Hún er í 91. sæti peningalistans. Valdís hefur komist í gegnum niðurskurðinn á þremur af alls fjórum mótum ársins og besti árangur hennar er 22. sæti.
Til þess að halda keppnisréttinum á LET Evrópumótaröðinni þurfa keppendur að vera í einu af 80 efstu sætunum á peningalistanum í lok keppnistímabilsins. Og það gæti dugað að vera í næstu sætunum þar fyrir neðan ef það eru kylfingar á topp 80 sem ná ekki að uppfylla kröfuna um lágmarksfjölda móta á tímabilinu.
Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR:
Texti: GSÍ (að hluta)
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
